7.10.2008 | 19:55
Dimmur dagur í sögu Íslands
Já, mér fynnst ástandið eins og það er í dag nánast koma eins og elding úr heiðskýrum himni. Síðustu ár hefur maður verið að rifna úr þjóðarstollti vegna stöðu Íslands í heimsviðskiptunum og góðærinu sem skapaðist á svo snöggum tíma. Við vorum talin hamingjusta og ríkasta þjóðin -miðað við höfuðtölu. Nú virðist þetta allt vera horfið, á nokkrum dögum. Erlendir fjölmiðlar tala um Ísland eins og gráðugan, fáfróðann krakka og stöðuna okkar vera mjög slæma.
Frændþjóðir okkar snúa við okkur bökum og sú þjóð sem virðist vilja lána okkur pening eru Rússar..og þá spyr maður sig, hvað liggur að baki þeirri hjálp? Mér fynnst gjörsamlega ósiðlaust að við meðtökum þessa hjálp þar sem við yrðum þá nánast að samþykja þeirra stríð inní Georgíu, sem við mótmæltum með yfirlýsingu ekki skömmu fyrir löngu. Frekar vil ég að við leitum fleirri leiða til þess að afla lánsfé, t.d. til Noregs, sem lýsti yfir áhuga sínum á viðræðum við okkur um þessu mál og eru m.a.s. mun betri staddir en Rússar fjárhagslega.
Einnig fynnst mér að þeir hluthafar bankanna sem urðu of gráðugir með fjárfestingum sínum um allan heim þurfi nú með samvisku sinni að selja allar sínar eiginir erlendis og leggja fé til hjálpar þjóðarinnar. Einkavæðing bankanna voru stór mistök -og nú bitnar þetta á allri þjóðinni.
Við áttum fyrir langa löngu að vera búin að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna, að hafa svona lítinn sjálfstæðann gjaldmiðil er alltof áhættusamt. Auðvitað myndum við tapa kannski á landhelginni og landsframleiðsu en það, að deila með öðrum þjóðum, þýðir auðvitað að deila tapinu og erfiðleikum líka, og því myndum við ekki standa svona ein og yfirgefin ef við værum í EU og gengið væri mun betra!
Sumir segja að ég sé alltof neikvæð...en mér fynnst þetta í raun bara raunsæi. Ég er að búa mig undir erfiða tíma og held að það eigi eftir að taka góðann tíma að afrétta þessar skekkjur. Það er verið að segja að lífsgæði okkar íslendinga geti færst aftur um 30 ár!!!
Hugsið ykkur bara nú, ef rússar "ættu hluta af okkur"....haha....áhryfin eru nánast byrjuð..þetta er nýjasta strákatískan í dag:
Rúskíkarambaaa!
Ég hugsa að ég breytist í Hippa næstu árin og eyði mínum frítíma í mótmæli, ég vil t.d. að þeir aðilar sem löggðu hönd í þessi fjölmörgu mistök verði refsað. Það er fáranlegt að þetta gat gengi svona langt, og að stjórnmálamenn og "íslenska peningarmafían" starfi saman.
En auðvitað eigum við svo gott og velmenntað fólk, svo ég vona bara að við greiðum úr þessum flækjum á réttann hátt, hugsum þetta vel áður en ákvörðun er tekin og látum ekki óttann taka yfir okkur
Athugasemdir
og p.s. norðmenn voru í þessu skrifuðu orðum að bjóða framm fjármagn, jeyts :D
Elísabet Pálmadóttir, 7.10.2008 kl. 20:10
Neinei, varð aðeins of spennt og las ekki alla greinina áður en ég kommentaði. Þau buðu sína hjálp fyrir mánuðum síðan, en við nýttum okkur það ekki....:(
Elísabet Pálmadóttir, 7.10.2008 kl. 21:21
þú ert greinilega að spá mikið í þetta....
ég er bara fegin að vera í DK og vera blönk þar... hehehe
Ragga (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 15:34
Mer finst þetta bara mjog spenno ;) hehe
Vaka (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 18:50
hmm...mín spá er að öll bankastarfsemi á norðurlöndunum eigi eftir að hrinja eins og dómínókubbar...so Ragga, maybe your next? -Nema kannski ríku Norsararnir..
En það er nú gaman að þú getir skemmt þér yfir þessu Vaka mín....
ella (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 19:12
góður pistill, ég segi það sama og þú, við erum bara raunsæjar..
og men hvað það er fyndið að bendla þeim strákunum við rússneska tísku, mjög fyndið :)
Kristný Rós (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.